þriðjudagur, 26. febrúar 2008

Árshátíðarfyrirpartý!!!!!

Jæja gott fólk...nú er komin þriðjudagur og er bara 3 dagar í árshátíð...ég minni alla á að það lokar fyrir miðasölu á morgun þannig að þeir sem eiga eftir að kaupa miða verða að drífa sig upp í skóla á morgunn.
Plan árshátíðarinnar lítur svona út:

Húsið opnar kl. 19:00 með svalandi fordrykk.
Dagskrá og matur hefst stundvíslega kl. 19:45.
Vegna þess hve maturinn byrjar snemma verðum við að koma okkur í gírin kl: 18.00 og plana að vera komin svona ca. korter yfir 19 á Broadway.
Partýið verður í Vogatungu 22 í Kópavogi hjá mér (Bergdísi ) ;)
Ef þið eruð ekki viss hvar þetta er þá er sniðugt að kíkja á kort ;) Þetta er fyrsta húsið í götunni og er þetta raðhús.
Ef fólk villist algjörlega endlega hringiði í mig og ég reyni að bjarga ykkur símin er 6953527.
Vonandi verður fullt hús að prúðbúnu fólki og allur auðvitað í rosalegu stuði ;)
Hlakka til að sjá ykkur elzkunar mínar :)
Bergdís

5 ummæli:

Þóra Dögg sagði...

BlingBling... ég mæti ;)

Lára sagði...

Glæsilegt :D teldu mig með, verð auðvitað sú allra hressasta ;)

Nafnlaus sagði...

þú verður kannski sú hressasta en ég verð sá hressasti:-)

Ásta Monroe sagði...

Ég kemst því miður ekki en skemmtið ykkur vel í kvöld og drekkið einn fyrir mig..;)

Steinunn sagði...

Hvað segiði eruði að fara á árshátíð?