föstudagur, 26. október 2007

Bekkjarafmæli

Ósk Ýr gekk rösklega með Brand Ara í afmælið til Egils Daða. Líndís var í hendi hennar og hún var að verða of sein að sækja Leif Arnar og Loft Stein í leikskólann. Borgar Vörður, pabbi Egils Daða, tók á móti þeim. Þarna voru Lind Ýr, Líf Vera, Sól Hlíf, Ævar Eiður og Hreinn Bolli. Erlendur Hreimur kom blaðskellandi innan úr stofunni og vinkonurnar Vísa Skuld og Dís Ester fast á hæla honum. Mýra Þoka lét lítið fyrir sér fara úti í horni. Innan úr herbergi Egils Daða bárust ógurlegir skruðningar. Línus Gauti, Barði Vagn og Mist Eik voru greinilega mætt. En hvar var Ríta Lín? Fyrir utan var Sædís Líf í rauðum fólksvagni. Hægt og sígandi nálgaðist Jökla Þoka eftir stígnum.

Ilmur Blær var einnig sein fyrir og bekkjarbróðir þeirra Ilmur Blær kom hjólandi. Í hliðinu stóðu Listalín Tala og Mábil Lill.

Þegar Ali Bambi kom síðastur með Liv, þá var hægt að byrja.

Mér finnst þetta sjúklega fyndið!

föstudagur, 19. október 2007

Leikskóli til sölu

Núna er komið kjörið tækifæri fyrir okkur að koma okkar eigin stefnu á framfæri.
Leikskóli í Kópavogi er til sölu og kostar ekki nema 130 milljónir með húsnæði,rekstri og öllum búnaði. Einnig eru 11 mannas í vinnu. Nú skulum við leggja saman og kaupa hann.

Lýsing:
Leikskóli í nýlegu húsnæði og með öllum leiktækjum úti í garði jafnt sem inni.Pláss er fyrir 56 börn og alltaf fullbókað.Auðvelt hefur verið að fá starfsfólk fram til þessa. Eigandinn er að ljúka Dokltorsprófi og selur þessvegna. Húsið er í mjög góðu standi enda nýlegt.Gott eldhús með vönduðum tækjum til allra eldunarstarfa.Biðlisti eftir plássum. Öll leyfi til staðar.KJörinn vettvangur fyrir einstaklinga þar sem eftirspurnin er langt fram úr framboði á plássum. Húsið er nýlegt og á mjög eftirsóttum og vinsælum stað þar sem það gerir ekkert nema hækka í verði og það mjög mikið.Nægt starfsfólk er til staðar og hefur alltaf verið.Einnig er hægt að nota húsið undir aðra starfsemi td. fyrir sérhópa, félagsheimili fyrir ýmsa hópa eins og Lions, Kiwanis stjórnmálaflokka og til fjölbreytilegra starfa.

http://www.fyrirtaeki.is/soluskra/thjonustufyrirtaeki/nr/154/

þriðjudagur, 16. október 2007

Sálfræðiverkefnið

Hæ krakkar nú liggur ekki vel í því hjá mér. Ég var einhvern hluta vegna á þeirri skoðun að ég mætti gera sálfræðiverkefnið einn því ég missti af föstudagstímanum (var að klára rannsóknarritgerðina) og fékk því aldrei neinn félaga. Annað hefur komið í ljós og mér hefur verið tjáð það að til þess að vinna verkefnið þá verði ég annað hvort að vera í tveggja eða triggja manna hóp, þýðir semsé ekkert að kjást við það solo.

Þannig ef einhver er enþá stakur eða einhver hópur vill fá mig í lið með sér þá er bara málið að tala við mig í skólanum á morgun Miðvikudag.

kveðja Kristján :D

miðvikudagur, 10. október 2007

Jæja þá er það komið....

PARTY PARTY HEIMA HJÁ MÉR!!! (KRISTJÁN) ALLIR AÐ MÆTA, EKKI VÍST AÐ ÖLLUM VERÐI HLEYPT INN

Planið fyrir föstudaginn 12. október er LOKSINS komið og hljóðar nokkurnvegin svona...

Til KRistján um það bil 18:30-19:00
Strætó tekin niðrí háskóla þegar allir eru komnir í stuð

Spurningin er því hvort við eigum að skella okkur í skólann og fylgja þeirra plani eða hvort að við eigum að ath. hvort einhver vilji ólmur halda partý kannski svona um 19.00 og um 20-21 komum við okkur svo sjálf bara beint niður í tjaldið!!

Hvað langar ykkur til að gera kæru bekkjarfélagar??

mánudagur, 1. október 2007

Oktober fest nalgast :o)


Jæja fjörugi bekkur.
Nú fer að nálgast í næsta skóladjamm og ekki er verra að byrja að kanna stemmarann í bekknum nógu snemma.
Október festival fer að nálgast eða föstudaginn 12 október. Ekki er komið á hreint hvernig þetta á að fara fram en eitt er víst að við munum fara upp í HÍ og hitta galvösku bytturnar þar seinna um kvöldið :o)

Upp hafa komið uppástungur um að bekkurinn myndi taka sig saman og vera með eitthvað þýskt þema í tilefni þess að þetta er þýskt festival. Og við höfum nú ekki verið slök í því að vera með þema og stemmarinn hefur verið eftir því :o)

Bið ég nú alla að hugsa um eitthvað og ef þeim dettur eitthvað sniðugt í hug þá endilega commenta og svo verður eitthvað flokkaðút úr fjölda uppástungna

tjusss...

Viktoría sífulla :o)