föstudagur, 26. október 2007

Bekkjarafmæli

Ósk Ýr gekk rösklega með Brand Ara í afmælið til Egils Daða. Líndís var í hendi hennar og hún var að verða of sein að sækja Leif Arnar og Loft Stein í leikskólann. Borgar Vörður, pabbi Egils Daða, tók á móti þeim. Þarna voru Lind Ýr, Líf Vera, Sól Hlíf, Ævar Eiður og Hreinn Bolli. Erlendur Hreimur kom blaðskellandi innan úr stofunni og vinkonurnar Vísa Skuld og Dís Ester fast á hæla honum. Mýra Þoka lét lítið fyrir sér fara úti í horni. Innan úr herbergi Egils Daða bárust ógurlegir skruðningar. Línus Gauti, Barði Vagn og Mist Eik voru greinilega mætt. En hvar var Ríta Lín? Fyrir utan var Sædís Líf í rauðum fólksvagni. Hægt og sígandi nálgaðist Jökla Þoka eftir stígnum.

Ilmur Blær var einnig sein fyrir og bekkjarbróðir þeirra Ilmur Blær kom hjólandi. Í hliðinu stóðu Listalín Tala og Mábil Lill.

Þegar Ali Bambi kom síðastur með Liv, þá var hægt að byrja.

Mér finnst þetta sjúklega fyndið!

Engin ummæli: