Núna er komið kjörið tækifæri fyrir okkur að koma okkar eigin stefnu á framfæri.
Leikskóli í Kópavogi er til sölu og kostar ekki nema 130 milljónir með húsnæði,rekstri og öllum búnaði. Einnig eru 11 mannas í vinnu. Nú skulum við leggja saman og kaupa hann.
Lýsing:
Leikskóli í nýlegu húsnæði og með öllum leiktækjum úti í garði jafnt sem inni.Pláss er fyrir 56 börn og alltaf fullbókað.Auðvelt hefur verið að fá starfsfólk fram til þessa. Eigandinn er að ljúka Dokltorsprófi og selur þessvegna. Húsið er í mjög góðu standi enda nýlegt.Gott eldhús með vönduðum tækjum til allra eldunarstarfa.Biðlisti eftir plássum. Öll leyfi til staðar.KJörinn vettvangur fyrir einstaklinga þar sem eftirspurnin er langt fram úr framboði á plássum. Húsið er nýlegt og á mjög eftirsóttum og vinsælum stað þar sem það gerir ekkert nema hækka í verði og það mjög mikið.Nægt starfsfólk er til staðar og hefur alltaf verið.Einnig er hægt að nota húsið undir aðra starfsemi td. fyrir sérhópa, félagsheimili fyrir ýmsa hópa eins og Lions, Kiwanis stjórnmálaflokka og til fjölbreytilegra starfa.
http://www.fyrirtaeki.is/soluskra/thjonustufyrirtaeki/nr/154/
föstudagur, 19. október 2007
Leikskóli til sölu
höfundur:
Katrín
klukkan
09:16
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Ég skal sjá um þetta er alveg rosalega góður í því að prútta
Hvað haldiði að þeir segji við heilli krónu? :)
Halló ég skal kaupa hann og redda ykkur vinnu :o) game í það eða???
Þeir tóku ekki fyrsta boði en þetta er allt under control... annað boð mun tvöfalda það fyrra og hljóma uppá heilar tveir krónur, of gott til að vera satt fyrir þá
Skrifa ummæli