mánudagur, 1. október 2007

Oktober fest nalgast :o)


Jæja fjörugi bekkur.
Nú fer að nálgast í næsta skóladjamm og ekki er verra að byrja að kanna stemmarann í bekknum nógu snemma.
Október festival fer að nálgast eða föstudaginn 12 október. Ekki er komið á hreint hvernig þetta á að fara fram en eitt er víst að við munum fara upp í HÍ og hitta galvösku bytturnar þar seinna um kvöldið :o)

Upp hafa komið uppástungur um að bekkurinn myndi taka sig saman og vera með eitthvað þýskt þema í tilefni þess að þetta er þýskt festival. Og við höfum nú ekki verið slök í því að vera með þema og stemmarinn hefur verið eftir því :o)

Bið ég nú alla að hugsa um eitthvað og ef þeim dettur eitthvað sniðugt í hug þá endilega commenta og svo verður eitthvað flokkaðút úr fjölda uppástungna

tjusss...

Viktoría sífulla :o)

7 ummæli:

Þóra sagði...

JEIJEIJEI.... aftur komið að tjútti elskurnar mínar allar svo sætar og fínar :D

Ég mun að sjálfsögðu ekki láta mig vanta á þennan stórviðburð og mun að sjálfsögðu ekki láta mitt eftir liggja þegar kemur að þema ;)

Stend reyndar alveg á gati eins og er mun koma sterk inn um leið og góð hugmynd mun poppar inn...

Ohhh.. get ekki beðið :D

Kristján sagði...

Bjór þema :D

hildurheita sagði...

Fullaþema.. það þarf ekkert annað:) ERU EKKI ALLIR SAMMÁLA MÉR!!!
og já auðvita ætla ég að mæta alveg eins og allir hinir í bekknum okkar.
how´s with me.....

Árný Ilse sagði...

jú... verður maður ekki að mæta!?!? ég ætla allavega að reyna að redda mér fríi úr vinnunni :)

Lára sagði...

Ég mæti ekki spurning! þó það verði seinnt þá kem ég samt... hvað með að við verðum bara öll með flottar bjórkrúsir í hönd? held það gæti komið svakalega vel út ;)

Lára sagði...

Ég mæti ekki spurning! þó það verði seinnt þá kem ég samt... hvað með að við verðum bara öll með flottar bjórkrúsir í hönd? held það gæti komið svakalega vel út ;)

Þóra sagði...

Sátt við bjórkrúsarþema :D

... veistu hvar maður fær soleiðis svona í ódýrari kanntinum??

Annars er líka spáð rigningu og hörku roki svo það er spurning um að skella sér bara í stígvélum :P