Kæru bekkjarsystur og hinn ætleiddi Föstudaginn 23. maí verður haldin uppskeruhátíð bekkjarins. Það er mæting til Steinunnar (líklega) kl 18 STUNDVÍSLEGA. Þemað verður gala með Hawaii ívafi ;) Jóhanna og Bergdís munu sjá um skreytingarnar sem fulltrúar skreytinganefndar.
Það verður fordrykkur við komu og síðan ætlum við að elda okkur dýrindis mat sem verður í höndum okkar frábæru matarnefndar, sem skipa Sigríði Sunnu, Hilmar Laxdal og Steinunni Magna.
Þessi veisluhöld munu kosta okkur 2500 kr á mann og síðasti borgunar dagur er 16.maí, strax eftir próf. Þó væri gott að fá að vita fyrir þann tíma hvort fólk ætli að láta sjá sig. Endilega kommentið og tilkynnið þátttöku. Lára mun taka við greiðslum sem gjaldkeri hópsins.
Endilega ef þið hafið einhver skemmtiatriði, gullkorn, myndir eða eitthvað sem tengist þessum frábæra bekk látið þá Lindu eða Ellu, formenn skemmtinefndar, vita.
Nánari upplýsingar síðar
Með kveðju
Katrín formaður áfengisnefndar
þriðjudagur, 6. maí 2008
Galakvöld
höfundur:
Katrín
klukkan
22:08
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
22 ummæli:
ég mæti :)
Mæti að sjálfsögðu ;) no party with out me... :D
Ég kem, ég kem og það verður svo svo gaman... yess yess.... sá sem kemur ekki er gíraffi og herðatré....
Sjáumst besti bekkur.....
Jóhanna Leifsdóttir
Ég mæti!..... EDRÚ
Steinunn
Ég mæti :-)
kv Sigríður Sunna
Ég ætla sko ekki að vera gíraffi og herðatré...ég mæti ;)
ég vona að ég verði ekki gíraffi og herðatré... það er verið að vinna í vaktarplaninu... ég mun gera ALLT til að mæta!! vil klárlega ekki missa af þessu!!!
p.s. ég ætti að gera komið með myndir... ég á ekkert of fáar :D
Dem it hvað er að ykkur, þið planið alltaf e-ð skemmtó djamm þegar ég er búin að plana annað!!! er að fara í sumarbústað í helgarfelli en ég sendi ykkur hlýja strauma:)
Ég kemst að öllum líkindum ekki þar sem ég verð byrjuð að vinna þannig að ég verð bara að vera gíraffi og herðatré eins og alltaf...
Gangi ykkur öllum vel í prófum/próflestri :)
Langaði að koma með annað komment... djöfull hlakka ég til... ég meina þetta er að redda mér í gegnum próflesturinn.... ég er ekki gíraffi og ekki herðatré... ég er að koma til þín Steinunn Magna.....
sammála Jóhönnu, mig langaði svo svakalega að skrifa eitthvað meira... ég skrifa svo sjaldan hérna inn á *hóst hóst*
en bara svo þið vitið það þá er ég ekki herðatré en ég er búin að finna geggjaðan fordrykk fyrir okkur :)
Ég mæti að sjálfsögðu enda komin í nefnd...haha hlakka bara til. Því það þýðir líka að þá verðum við BÚNAR í prófum úff púff....
Vá hvað ég mæti sko á galadjamm í Bahama fíling með Ingó í hægri og BJÓR í vinstri :0)
kv. Linda
Ég mæti :)
Kv,
Turið
Halló halló
Auðvitað mæti ég, ég læt mig sko ekki vanta á svona skrípó fagnað ha stelpur ha... annað en margir hverjir í þessum bekk en já þetta verður aldeilis snild og ég finn það á mér að þetta verður eitthvað ógleymanlegt.......
En þangað til á Föstudaginn þá gangi ykkur vel í prófunum ungarnir mínir :o)
En ég kem EKKI Í GALAFÖTUM!!!!!!
Halló halló
Auðvitað mæti ég, ég læt mig sko ekki vanta á svona skrípó fagnað ha stelpur ha... annað en margir hverjir í þessum bekk en já þetta verður aldeilis snild og ég finn það á mér að þetta verður eitthvað ógleymanlegt.......
En þangað til á Föstudaginn þá gangi ykkur vel í prófunum ungarnir mínir :o)
En ég kem EKKI Í GALAFÖTUM!!!!!!
Halló halló
Auðvitað mæti ég, ég læt mig sko ekki vanta á svona skrípó fagnað ha stelpur ha... annað en margir hverjir í þessum bekk en já þetta verður aldeilis snild og ég finn það á mér að þetta verður eitthvað ógleymanlegt.......
En þangað til á Föstudaginn þá gangi ykkur vel í prófunum ungarnir mínir :o)
En ég kem EKKI Í GALAFÖTUM!!!!!!
Halló halló
Auðvitað mæti ég, ég læt mig sko ekki vanta á svona skrípó fagnað ha stelpur ha... annað en margir hverjir í þessum bekk en já þetta verður aldeilis snild og ég finn það á mér að þetta verður eitthvað ógleymanlegt.......
En þangað til á Föstudaginn þá gangi ykkur vel í prófunum ungarnir mínir :o)
En ég kem EKKI Í GALAFÖTUM!!!!!!
Voðalega ertu æst Viktoría hahahaha :) hlakka til að sjá ykkur öll múslíkornin mín
Kv. Steinunn
ps: Við erum ekkert að tala um sko flottasta kjólinn sem þú mætir í í giftingu :) bara í fínni kantinum en þú ert alltaf pæja Viktoría svo þú þarft ekkert að hafa áhyggjur, mættu bara í þínum "venjulegu" fötum;) (aðallega hugsað fyrir gellur eins og mig sem mæti alltaf jafn sæt í skólann í nýjustu tísku, margir komnir með gubbuna af mínum klæðnaði:)
Ég kíki í mínu fínasta :)
Vil bara segja ykkur að fínir skór virka ekki heima hjá mér :) ég er með hvítt teppi á gólfinu, múhahahahahahaha
Skrifa ummæli