Jæja þá er ég búin að setja upp ftp server okkar í bekknum og ef þú veist ekki hvað það er þá er það bara allt í góðu ;) Þetta er allt voðalega einfalt, meira segja einfaldara en elgg. Þsð eru bara tvær slóðir sem þið þurfið að nota, ein til að sækja skjöl og önnur til að setja þau inn (eða að uploada "up-a" eins og nördarnir segja)
Ef þú ætlar að sækja eitthvað af server-num sem þú átt eftir að gera því við erum svo dugleg að glósa og gera verkefni þá ferðu inná www.hivenet.is/hugstari
Síðan er það aðal málið að setja eitthvað fróðlegt fyrir okkur hin inná svæðið eða "up-a" þá ferðu inná ftp://www.hivenet.is þar ertu berðin um að stimpla inn notendanafn og lykilorð. Ég segi ykkur notendanafnið og lykilorðið í skólanum á mánudaginn, eða í gengum msn ef þið eruð rosalega góð. Þegar þig eruð búin að því þá ætti bara að opnast gluggi eins og mappa ef þið eruð með windows stýrikerfið. Þá getiði byrjað að færa hluti frá tölvunni ykkar og inná svæðið okkar, viljum samt ekkert fá neitt dónó né leiðinleg lög (sem er allt sem mér þykir ekki skemmtilegt) inná svæðið
Ég er búin að búa til nokkrar möppur undir áfangana en það má gera mikið meira þegar skjölinn fara hrannast inn. Ef einhver er alveg rosalega skipulögð, dálítil Monica í sér þá má hún (eða hann) alveg skipuleggja hvernig grunn uppbygging mappa á að vera. Ég get hjalpað við að setja það upp, en það ættu allir að geta gert þett sjálf. Íslenskir stafir voru eitthvað leiðinlegir hjá mér í byrjun, veit þó ekki hvort það verði eitthvað vandamál, við sjáum bara til.
Vona allavega að þetta verði vel notað hjá okkur og ekki bara undir nokkur hóp verkefni. Vill í lokin þakka hive fyrir að hýsa þetta fyrir okkur þó svo að þeir okra alveg þvílýkt á mér, Thelmu fyrir að koma með hugmyndina að þessu (varst það ekki þú annars?) Hildi fyrir að reka á eftir mér og ykkur öllum fyrir að vera druslurnar sem þið hafið alltaf eruð alltaf og munið alltaf vera ;)
Viva la AD(HD) bekkurinn
laugardagur, 15. september 2007
Heimasvæðið hjá bekknum
höfundur:
Kristján
klukkan
19:12
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
Glæsó... takk fyrir að hugsa svona vel um okkur :)
frábært=) hjá þér Kristján
þetta er frábært :) nú geta hlutirnir farið að gerast ;)
Það má alveg einhver sýna mér hvernig þetta virkar :S er ekki að fatta þetta :P
glæsó spæsó Kristján... núna verðum við bara að vera dúleg að setja verkefnin inn.
Skrifa ummæli