miðvikudagur, 19. september 2007

Kosningar


Jæja nú styttist óðum í kosningar í skólanum, bara á morgun meira segja. Eins og flestir ættu að vita ef þið eruð ekki square þar að segja þá er hún Viktoría okkar í framboði, þarnast hún því stuðnings okkar á morgun á fundinum sem er kl. 20:00 Þar mun hún etja kappi við tvö efnilega drengi en við vitum nú öll hvort kynið er gáfaðara og því ætti þetta að vera eins og stela nammi frá... Við munum svo halda uppá sigur okkar á bjórkvöldinu á föstudaginn, þar munu vinir og vandamenn koma saman og fagna með okkur væntanlegum glæstum árangi.

Muniði Mr. T pity the fool who don't vote

4 ummæli:

Þóra sagði...

Ég mun mæta hér í kveldið með Viktoríu mér við hlið og styðja hana af fullum hug :D

Hlakka til að sjá ykkur öll í kveldið ;)

hildurheita sagði...

ÉG líka mun styðja hana Viktoríu í kvöld... áfram Viktoría

Árný Ilse sagði...

Ég ætla líka að mæta og styðja stelpuna!!

Er ekki skyldumæting? ;)

Þóra sagði...

Jújú mikið rétt... skyldumæting ;)