Jæja skvísur...
föstudagur, 19. september 2008
Sameining
fimmtudagur, 11. september 2008
þriðjudagur, 2. september 2008
Hæ allir :D
Vildum bara segja: Velkomnar aftur til starfa ;)
Næsta föstudag ætlum við auðvitað að halda uppi heiðri bekkjarins, sem skemmtilegasti bekkurinn, og fjölmenna á fyrsta bjórkvöld annarinnar. Svo klárum við leikinn á Broadway þar sem dansað verður langt fram á rauða nótt við ljúfa tóna Sálainnar.
Einnig erum við nokkrar sem erum komnar með hugann á Laugarvatn (hugsum auðvitað ekkert um neitt annað en djammið hehe ;)). Búningahugmyndin í ár er að vera sætar Bíflugur hehe, erum jafnvel búnar að hanna búning. Ætlum í leiðangur í dag og sjá hvort hugmyndirnar okkar ganga ekki upp.
Endilega látið í ykkur heyra með föstudaginn og auðvitað hvort allir ætli ekki að mæta á Laugarvatn í sætum búningum :D
Heyrumst og sjáumst
Bergdís og Lára :D:D
mánudagur, 30. júní 2008
Elsku vinkonur
Langaði bara að segja ykkur frá því að ég sakna ykkar!
Vonandi fer að líða að hitting... ekki það að ég sé að plana neitt... en hver veit hvað manni gæti dottið í hug ;)
Vonandi hafiði það sem allra best,
ykkar
Lára ;*
fimmtudagur, 15. maí 2008
21 klukkustund í FRÍÍÍÍÍ!!!
Þrátt fyrir að allir séu með hugann við próflok og Pallaball þá viljum við minna á að stefnan er að greiða fyrir "gala"kvöldið okkar á morgun eftir prófið. Verðið er enn 2500kr og það má endilega leggja inn á reikning 0315-13-130137 með kennitölu 280586-2859.
Gangi ykkur vel!! ekki deyja úr spenningi og verið hress ;***
Lovvvvvve
Lára
þriðjudagur, 13. maí 2008
Prófloka djamm
Jæja krakkar mínir núna fer að líða að próflokum og við ætlum að sjálfsögðu að lyfta okkur upp ;) Það er bjórkvöld upp í skóla á föstudaginn og svo á að skella sér á Palla ball á Nasa, það kostar 1500 kr á ballið og það er rúta frá skólanum á ballið. Ráðlegt er að kaupa miða í forsölu sem verður til 16. Viktoría okkar sagðist halda að það væri verið að selja miða upp í skóla á morgun eða á fimmtudag, en það er líka hægt að kaupa miða á Nasa.
Það væri gaman að sem flestir úr bekknum létu sjá sig ;)
Hlakka til að sjá ykkur öll á föstudaginn, gangi ykkur vel að læra ;)
kv. Bergdís
þriðjudagur, 6. maí 2008
Galakvöld
Kæru bekkjarsystur og hinn ætleiddi Föstudaginn 23. maí verður haldin uppskeruhátíð bekkjarins. Það er mæting til Steinunnar (líklega) kl 18 STUNDVÍSLEGA. Þemað verður gala með Hawaii ívafi ;) Jóhanna og Bergdís munu sjá um skreytingarnar sem fulltrúar skreytinganefndar.
Það verður fordrykkur við komu og síðan ætlum við að elda okkur dýrindis mat sem verður í höndum okkar frábæru matarnefndar, sem skipa Sigríði Sunnu, Hilmar Laxdal og Steinunni Magna.
Þessi veisluhöld munu kosta okkur 2500 kr á mann og síðasti borgunar dagur er 16.maí, strax eftir próf. Þó væri gott að fá að vita fyrir þann tíma hvort fólk ætli að láta sjá sig. Endilega kommentið og tilkynnið þátttöku. Lára mun taka við greiðslum sem gjaldkeri hópsins.
Endilega ef þið hafið einhver skemmtiatriði, gullkorn, myndir eða eitthvað sem tengist þessum frábæra bekk látið þá Lindu eða Ellu, formenn skemmtinefndar, vita.
Nánari upplýsingar síðar
Með kveðju
Katrín formaður áfengisnefndar
mánudagur, 5. maí 2008
mánudagur, 21. apríl 2008
Dugnaður á bahama
Sælar enn og aftur :)
Þar sem ég er svo dugleg að læra, *hóst hóst* fann ég þetta snildar lag á netinu. Er ekki um að gera að slappa af, fyrst lokadagskráin er búin, og hlusta á þetta snildar lag. http://www.youtube.com/watch?v=AZFMHUk-0BQ
Það er ekki hægt annað en að brosa yfir þessu.
Kata ofurlærari :)
sunnudagur, 20. apríl 2008
Breytingar
Sælt veri fólkið. Er hérna aðeins búin að breyta síðunni, skella inn nýjum tenglum og svona.
Ef þið hafið einhverjar hugmyndir af skemmtilegtum tenglum endilega skellið þeim inn, eða látið einhvern annan gera það ;)
Svo vantar okkur líka mynd af hópnum til að setja efst á síðuna, eða bara einhverja flotta mynd.
En þá er bara lokadagskráin á morgun, þannig að ég segji bara: Gangi okkur öllum vel :)
miðvikudagur, 5. mars 2008
Næsta Bekkjarskemmtun (enn sem komið er)
Jæja elskurnar ég vil byrja á því að þakka þeim sem komu á árshátíðina fyrir alveg hreint geggjað kvöld og æðislega skemmtun!! og fyrir ykkur sem voruð ekki á staðnum þá vil ég bara tilkynna ykkur að þið eruð í besta og skemmtilegasta bekk sem nokkurntíma hefur verið í Khí!! við áttum dansgólfið ;)
Nú hefur samt komið upp sú hugmynd að skella sér á selfoss á næsta djammi :D þannig liggja málin:
Þann 19 mars (miðvikudagurinn fyrir skírdag) er ball í Hvítahúsinu á Selfossi.
Á móti sól eru að spila (aukaatriði). Á selfossi er í boði gisting í Gesthúsum sem er mjög nálægt miðbænum og kostar alls ekki svo mikið... (þriggja manna herbergi á 9000 kall og auka dína 1500 = fyrir fjóra 2625 á mann)
Gæti verið meiriháttar skemmtilegt ævintýri svona rétt fyrir páskafrí!!
Hverjir eru memm???
þriðjudagur, 26. febrúar 2008
Árshátíðarfyrirpartý!!!!!
Jæja gott fólk...nú er komin þriðjudagur og er bara 3 dagar í árshátíð...ég minni alla á að það lokar fyrir miðasölu á morgun þannig að þeir sem eiga eftir að kaupa miða verða að drífa sig upp í skóla á morgunn.
Plan árshátíðarinnar lítur svona út:
mánudagur, 18. febrúar 2008
Árshátið....
Jæja gott fólk!
Það var nú ekkert smá stuð um helgina hjá þeim sem komu í afmælið til Kötu...
Kata takk fyrir okkur :) og til hamingju með daginn enn og aftur :)
En nú fer alveg að koma árshátið og ætla auðvitað allir að mæta...er það ekki?? Þetta verður örugglega ótrúlega gaman og sérstaklega ef sem flestur láti sjá sig. Ég ætla að hafa fyrirpartý heima hjá mér, veit ekki klukkan hvað það á að byrja því okkur vantar upplýsingar um hvenar árshátiðin byrjar en ég hugsa að þetta verði um svona hálf 7-7.
Þegar það eru komnar meiri upplýsingar um árshátiðina þá auglýsi ég þetta betur ;)
Endilega bendið fólki á að kíka á heimasíðuna, og það væri fínt ef fólk sem ætlar að fara mundi skrifa sig í comment svo við sjáum hvað við verðum ca mörg.
skemmtum okkur svo geggjað vel í skólanum ;)
kveðja Bergdís (þunna)
þriðjudagur, 8. janúar 2008
Aftur í skólann
Jæja gott fólk þá erum við komin aftur í skólann eftir gott frí. Þar sem við munum ekki vera mikið saman í tímum á þessari önn er þá ekki um að gera að halda smá hitting svo við gleymum ekki hverjir eru með okkur í bekk ;)
en þetta er bara svona smá hugmynd, svo hafði enginn skrifað neitt hérna inná svo lengi að ég stóðst ekki mátið. Alla vega segið hvað ykkur finst :)
Kata